logologo
open button

CROSSING BORDER ANTWERP 2 NOV 2023

arrows

Kies de taal

ICELAND

NETHERLANDS

GESCHREVEN DOOR

Fríða Ísberg

(IS)

VERTAALD DOOR

Laura Molenaar

(NL)

Fríða Ísberg - 5

14 November 2022

Og svo líða auðvitað dagarnir. Við erum ekki komin heim, heldur dveljum í mánuð í Antwerpen áður en við förum aftur heim til Íslands. Á næturnar erum við bitin af moskítóflugum, eitt til tvö bit á nóttu. Við eyðum dögunum í að drepa þær með bókamerkjum, og hrópum húrra þegar okkar eigið blóð birtist splatterað á hvítum veggjunum.

Að ráða niðurlögum einhvers: Að drepa einhvern. Orðið niðurlag á íslensku þýðir lokakafli eða lokaerindið í kvæði. Þannig ertu að skrifa síðasta kafla þess sem þú drepur.

Síðasta stroop vafflan frá Hollandi var étin í gær. Maðurinn minn átti hana, tæknilega, en hann gaf mér fjórðung. Ég elska bakkelsi eiginlega meira en allt. Ef ég ætti að taka með mér þrjá hluti á eyðieyju myndi ég taka með mér bakarí. Þess vegna snerti það mig afskaplega djúpt þegar Laura þýðandi rétti mér vöfflurnar á laugardagskvöldinu og sagði að ég gæti ekki farið frá Hollandi án þess að smakka þær.

Maðurinn minn finnur moskítófluguspá á netinu. Þegar kólnar þá leitar þær inn og þannig er hægt að spá fyrir komu þeirra. Moskítóflugur eru ekki á Íslandi.

Ég þræði bakaríin hérna í Antwerpen. Sum eru helvísk og önnur himnesk. Ég kann að meta báðar týpur.

Niður vísar til þess að risið sé á enda og lagið á leiðinni niður. Niðurlagshljómur er final chord. En lag er margrætt orð líka. Það getur verið sönglag eða lag í jarðvegi, köku, húð.

Á laugardeginum á hátíðinni vorum við Laura í Chronicles panelnum og ég spurði salinn hvort einhver þarna inni hefði lesið þetta blogg. Ein manneskja rétti upp hönd. Þá var það Kim, sem les yfir og leiðbeinir Lauru í þýðingunni. Stundum líður mér eins og bókmenntir séu þessi salur.

Niðurlag er einnig orðið yfir lokahnykkinn í ritgerðum: Inngangur, meginmál, niðurlag.

Ég mun alltaf vera þakklát Crossing Borders hátíðinni fyrir eitt sérstaklega. Þetta var helgin sem barnið þurfti að læra að sofna hjá pabba sínum. 8 mánaða gömul uppi í hótelherbergi. Sannkölluð eldskírn.

Maðurinn minn gengur um Antwerpen alla daga með DEN HAAG húfuna með áritunum þremur. Húfan fær mig oft til þess að brosa.

Í dag er 16. nóvember 2022 og himininn er afskaplega blár. Göturnar glitra eins og allt sem hefur nokkurn tíma glitrað og mín bíður bakarí á næsta götuhorni.

WAT HEEFT DIT VERHAAL GEÏNSPIREERD?

Meer van Fríða Ísberg en Laura Molenaar

6 November 2022

Fríða Ísberg - 4

Taugakerfi. Þegar maður hefur lesið dálítið magn af ljóðabókum þá les maður líka, óumflýjanlega, dálítið magn af myndlíkingum um taugakerfið, eða æðakerfið, og oftar en ekki er þessu líkt við rætur trjáa eða götur í borgum. Á panelnum í gær sagði Olga Ravn frá uppruna Aspirin. Ég hafði aldrei heyrt þetta áður: að Aspirin kemur úr birkitrjám, reyndar froðunni af berki birkitrjáa, og áður fyrr hefði fólk rifið börkinn af trénu og tuggið, og þá hvarf höfuðverkurinn.

3 November 2022

Fríða Ísberg - 1

Ég veit ekki til þess að orðið brjóstaþoka sé notað á öðrum tungumálum. Á íslensku er þetta orð yfir gleymni og þokukennt hugarástand vansvefta konunnar með barn á brjósti. Ég er með barn á brjósti. Það er varla hægt að segja að barnið taki pela. Ég vakna og gef brjóst, og svo leik ég við barnið mitt, les á meðan það sefur, eða hekla og hlusta á hljóðbók.

4 November 2022

Fríða Ísberg - 2

Lestin æðir áfram. Út um gluggann: Þýskaland, Þýskaland, Þýskaland, svo Holland. Skyndilega erum við stödd á veitingarstað. Tíu pítsur og hundrað fingur. Lagið: Golden Brown, texture like sun. Lays me down, with my minds she runs. Ég segi: Þegar ég er þreytt elska ég dóttur mína örlítið meira. Ég segi: Ég tók fjórar lestar í dag.

5 November 2022

Fríða Ísberg - 3

Fyrst er borgin gríðarlega stór. Ókunnug gata eftir ókunnuga götu, eftir nýtt horn er nýtt horn, kirkja og sporvagnar. Kaffihús, túristabúðir. Svo smátt og smátt, tilfinning fyrir áttunum. Miðbærinn minnkar, yfirsýnin eykst. Nánast allt síðasta ár var eldgos á Íslandi. Pabbi minn kallaði það lítið túristagos af því að það var auðveldlega hægt að ganga upp að því með kaffi í brúsa og fylgjast með jörðinni sjóða upp úr.

Zie The Chronicles live tijdens Crossing Border 2022